mánudagur, desember 20

og hjartað blæðir kærleika...

það er opinbert!
ég hef náð nýrri hæð í panikki og stressi fyrir próf. Ég fer í seinasta prófið mitt eftir 13 klst og mér líður eins og ég hafi verið að fá fimm effidrín megrunartöflur og skolað þeim niður með stórum magic sem var spæsaður með skoti af expresso, gott fólk ég er hýper!
mér meira að segja datt í hug áðan að fara út í miðnætur skokk!! ég að skokka, hah!
það verður fengið sér í aðra tána annað kvöld og bið ég vel unnara endilega að koma og samgleðjast með mér...enda eflaust í ódýrum mjöði..myði..miði...whatever...á Priket, að vanda.

lítið annað er í fréttum annað en endalaus lærdómur um normalkúrfur og fleira álíka óspennandi. Ég reyndar kíkti á tónleika með Gazza bró á föstudaginn eftir mikin reikning með study group. Við fórum að sjá/hlusta á Hjálma og Forgotten Lores. Hin skrýtni atburður gerðist að skóm bróður míns var stolið fyrir utan hurðina mína þannig að ég auglýsi hér með eftir þeim:
***skærbleikir dickies skór sem líta út eins og converse í stærð 42***
það virðist eitthvað festast við okkur systkinin svona skóvandræði..hmmm... allavega, vinur minn reddaði okkur og við fórum, bæði í skóm, upp í Klink og Bank. (smá innskot, þegar ég var í 8.bekk var ég í gelgju klíku dauðans og við vorum alltaf að reyna að finna upp svona the newest and hippest slangs sem að allir áttu svo að fara að segja og við gátum státað okkur af uppgvötun þess. á þessum tíma vorum við líka aðeins að fikta við drykkju þannig að við vildum geta talað um væntaleg plön helgarinnar fyrir framan fullorðið fólk eins og kennara án þess að þau myndu fatta...oh so brilliant and yet so simple...til að gera langa sögu styttri þá fundum við upp -að vera í skóm- sem code fyrir að vera í glasi/fara á fyllerí......bear in mind, gelgjur, 8.bekkur, 13.ára, 1995..)
hvar var ég....já,tónleikarnir. Við mættum allt alltof snemma þannig að ég fékk þá snilldarhugmynd að rölta á Kaffisetrið í einn tæjara öl. f.y.i er kaffisetrið staður á 105 (ofarlega á Laugavegi,hjá Hlemmi) sem státar af tælenskum dj og íslenskum heimilismat í stíl við þemann.. sémsagt kjötbollur í brúnni sósu með núðlum, bjúgur með soja sósu og hangiket með súrsætri sósu og hrísgrjónum o.s.frv.. þessi "skemmtistaður" er eitthvað sem ég þarf að kynna mér betur í framtíðinni, kannski þegar ég tek aftur "hitt" djammið og fer núna fyrir ofan kaffibarinn ...spennandi. svoldið spes en worth a trip, sérstaklega til að heyra á wigga wigga skratjz tælenska djsins, góð pæling ´þar á ferð....
að tónleikunum. í fyrsta sinn, frá upphafi, fannst mér Forgotten Lores skemmtilegir, kannski vegna Gísla Galdurs og omygod hot hljómborðsleikar sem ég komst að heitir Leifur og mun verða minn..oh yes...hann bara veit það ekki..enn... Hjálmar voru aðalmálið og skiluðu þeir sínu og rúmlega það! sérstaklega gaurinn sem var á bassa og var í gegnsæum netabol, með dreddana út um allt og dansaði í einkar bendy mjaðma og rassa hreyfingum..söngvarinn var líka hrein snilld og bara combóið sem hljómsveitin myndað, ég held að allir þarna inni hafi kunnað diskinn þeirra og sungið með hverju eina og einasta lagi nema auðvitað nýja dótinu.
bravó strákar, massa tónleikar. gaman að dansa svona reggí fíling og lykta eins og reykelsi frá jamíku..það var rosa mikið um svona reykelsi..fylgir kannski tónlistinni, ég veit ekki....
(reyndar mínus fyrir klink vegna óstöðugs hljókerfis, skamm skamm.)

vissuði að hjálmar er búið að bein þýða mikið að Bob Marley lögum, þetta er ekki frumsamið material? ég vissi það ekki fyrr en Elsa ofur heili sagði mér frá þessu, merkilegt nokk.

4 dagar í jólin og ég er ekki búin að kaupa 1 jólagjöf... smá stresskast þar, bara pínu. æ allir fá bara mandarínu og epli, holl jól í ár! :)

ég hlakka svo til að vera búin í prófum og geta farið að lesa eitthvað annað en skólabækur og bara slappað af og hangið...jey...
byrjaði reyndar á einni bók sem ég fékk í ammælisgjöf í gær, keep u posted on that one.

ég var að fá þvílíkt slúður í hendurnar!!! ákveðin fyrrverandi kærasti sumra er að sofa hjá akveðinni vinkonu og fasta gesti sumra.....ég á bágt með mig...just too huge... en nei, ég er þögul sem gröfin.

fékk eina ammælisgjöf í gær frá torfa bró, hann gaf mér geðveika mynd sem hann tók í Kína, mjög flott. Bræður mínir virðast vera eitthvað óvenjulega listrænir...hmm...

hey gaf sjálfri mér analyst magic 8 ball áðan, til að bæta í safnið, very kúl.

ég verð að fara að sofa þó að augun séu spennt upp með ósýnilegum tannstönglum, Vala og Prikið bíða mín í fyrramálið ásamt magic og pælingum um aðfallsgreiningu..

velkomin heim Guðný og Hildur, hlakka til að hitta ykkur þegar ég hætti að vera einhverf.

over and out

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Prófstress er bezt í heimi!

Ég er m.a.s. farin að taka upp á því að fá niðurgang fyrir próf. Það er yndislegt. Að kúka vökva ofan á allt hitt.

Það er gaman að lesa pistlana þína. Þú ert létt-geggjuð. Me like.

Hjördís-sem-þú-þekktir-þegar-þú-varzt-lítil

eks sagði...

HEY þú varst að kaupa þér það sem átti að vera tilvonandi jólagjöfin handa þér!! snuff snuff ;) til hamingju með að vera búin í prófum skvís :)